Innlent

Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstuR. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli.

Fyrir dómi hélt maðurinn því fram fyrir dómi að umræddur slóði hefði verið greinilegur í náttúrrunni og torfæruökumenn hefðu oft notað hann. Lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann staðfesti að slóðinn væri ekki nýr og mat dómurinn það svo að slóðinn væri vegur í skilningi laganna og því ekki um utanvegaakstur að ræða. Hins vegar var maðurinn sektaður um 10 þúsund krónur fyrir að vera ekki með skráningarmerki á bifhjólinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×