Innlent

Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga

Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann. Þar þarf nokkra steypuvinnu en vegna frosta hefur ekki orðið að því enn. Hins vegar er spáð hlýindum og er búist við að þá verði allt sett á fullt.

Siglufjarðarmegin eru göngin orðin um 230 m löng og er stefnt að því að komast 250 metra inn í fjallið fyrir helgi. Áætlað er að vegagerðarmenn verði komnir til Héðinsfjarðar frá Siglufirði næsta haust og þá verður tekið til við a sprengja í átt til Ólafsfjarðar þeim megin frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×