Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.
E-riðill: Lyon hefur yfir 1-0 gegn Dynamo Kiev og ekkert mark er komið í viðureign Real Madrid og Steua Búkarest.
F-riðill: Benfica hefur yfir 2-0 gegn Celtic og markalaust er hjá Kaupmannahöfn og Man Utd, en sá leikur er sýndur beint á Sýn Extra.
G-riðill: Ekkert mark er komið í leik Arsenal og CSKA Moskvu, en þar hefur Arsenal farið mjög illa með færi sín, sérstaklega Tomas Rosicky sem brenndi af fyrir opnu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þá hefur Porto yfir 1-0 á útivelli gegn HSV.
H-riðill: AC Milan hefur yfir 2-0 gegn Anderlecht þar sem Kaka skoraði bæði mörk Milan, hið fyrra úr vítaspyrnu. Þá er markalaust hjá AEK Aþenu og Lille.