Innlent

Óvissan slæm fyrir Framsókn

Staða Framsóknarflokksins veikist við þá ákvörðun Árna Magnússonar að hætta í pólitík að mati Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún telur slæmt fyrir flokkinn að ekki liggi skýrt fyrir hver muni taka við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni eftir fráhvarf Árna.

Það kom flestum í opna skjöldu þegar ráðherraskipti urðu hjá framsóknarmönnum í gær eftir að tilkynnt var að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta í pólitík.

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, fagnar endurkomu Sivjar Friðleifsdóttur í ríkisstjórn en segist hafa viljað sjá frekari uppstokkun og bendir á Jónínu Bjartmarz.

Anna segir flokkunum ekki hafa veitt af því að fá mann úr Reykjavíkurkjördæmi í stað þess sem fer. Ekki veiti af, að styrkja flokkin fyrir næstu sveitastjórnarkosningar og alþingiskosningar en fylgið hefur mælst lítið að undanförnu. Nokkar hugmyndir eru meðal framsóknarmanna um ástæður þess að Árni hafi ákveðið að hverfa á braut og er ein þeirra að hann sjái öryggi sitt ekki nægt vegna slaks fylgi flokksins.

Samkvæmt heimildum innan flokksins tók Halldór Ásgrímsson einhliða ákvörðun um hvernig skildi skipa sæti Árna. Eins segja heimildir að flokksmönnum þyki mörgum tímabært að Halldór hætti formennsku og horfðu margir til Árna í þeim efnum.

Guðjón Ólafur Jónsson mun taka þingsæti í stað Árna í lok apríl en Sæunn Stefánsdóttir tekur sæti á morgun og verður það alla vega næstu tvær vikurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×