Viðskipti innlent

Mikil umsvif á fasteignamarkaði

Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 kaupsamningum um eignir í fjölbýli, 30 samningum um eignir í sérbýli og 16 samninga í annars konar eignum. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka og vísað í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins.

Þá kemur fram að meðalfjöldi kaupsamninga hefur verið um 197 á viku en til samanburðar má nefna að þegar umsvifin voru hvað mest haustið 2004 var gengið frá 250 kaupsamningum á viku.

Þótt fasteignamarkaðurinn hafi verið óvenju rólegur hækkaði fasteignaverð um 0,5 prósent, að sögn KB banka. Oft fylgja hækkanir miklum umsvifum á fasteignamarkaði og því gæti mikil velta að undanförnu bent til vaxandi hækkunarþrýstings á fasteignamarkaði, segir í hálf fimm fréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×