Sport

Paletta mun ná langt

Rafael Benítez
Rafael Benítez NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Rafael Benítez stjóri Liverpool segir að Argentínski varnaraðurinn Gabriel Paletta, sem kemur til Evrópumeistaranna í sumar, muni slá í gegn á Englandi.

Paletta er mjög efnilegur miðvörður en hann var meðal annars valin í úrvalslið Heimsmeistaramóts U20 liða sem Argentína vann. Liverpool hafði betir í miklu kapphlaupi um strákinn sem talinn er kosta um tværi milljónir punda.

"Ég hef áður unnið með Argentínskum varnarmönnum og þeir hafa góða sögu á bakinu, þeir eru baráttuglaðir og hafa mikla tækni. Paletta er mjög harður og hann er einmitt þannig leikmaður sem smellpassar inn í úrvalsdeildina. Hann er framtíðarleikmaður."

Við horfðum á hann í HM ungmennaliða nýverið. Þá sáu útsendarar okkar hann og við skoðuðum hann betur. Það voru mörg lið á eftir honum, til dæmis River Plate og Boja Juniors í heimalandi hans. River Plate tók meira að segja frá treyju númer sex fyrir hann og því þurftum við að hafa hraðar hendur. Við erum mjög ánægðir með að vera búnir að fá hann í okkar raðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×