Sport

Chelsea komst áfram

Michael Essien og  Neil Danns í leiknum í dag.
Michael Essien og Neil Danns í leiknum í dag. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Chelsea tókst að landa sigrinum gegn Colchester í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Englandsmeisturunum tókst verkið ekki þrautarlaust. Colchester menn geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir leikinn á Stamford Bridge í dag.

Colchester átti skot í stöngina áður en þeir náðu forystunni, mjög svo óvænt en ekki gegn gangi leiksins. Ricardo Carvalho setti boltann þá í sitt eigið mark eftir fyrirgjöf og algjöra þögn sló á Stamford Bridge. Chelsea tókst þó að jafna í fyrri hálfleik en þar var að verki Paolo Ferrera sem setti boltann í netið eftir hornspyrnu og baráttu í teignum.

Síðari hálfleikur var svo einstefna að marki Colchester en heimamönnum gekk illa að koma boltanum í netið. Það tókst þó loksins þegar Joe Cole tók frákastið af skoti Hernan Crespo en Davison markmanni tókst ekki að halda skoti Argentínumannsins. Cole innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með glæsilegu marki og tryggði Chelsea 3-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×