Sport

Ég er stoltur af mínum mönnum

NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Phil Parkinsson stjóri Colchester var mjög stoltur af sínum mönnum sem gerðu Englandsmeisturum Chelsea lífið leitt í ensku bikarkeppninni í dag. Chelsea vann leikinn 3-1 en tölurnar segja ekki alla sólarsöguna.

Colchester var betri aðilinn framan af leiknum og tóku verðskuldað forystuna þegar Ricardo Carvalho skoraði sjálfsmark. Skömmu áður átti leikmaður Colchester skot í stöng en Paulo Ferreira náði að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks. Joe Cole skoraði svo tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði Chelsea áframhaldandi þáttöku í keppninni.

"Það er ekki annað hægt en að hrósa mínum mönnum, þeir stóðu sig frábærlega gegn Chelsea og þeir fundu svo sannarlega fyrir okkur. Úrslitin líta aðeins of vel út fyrir Chelsea og við hefðum hæglega getað leitt í hálfleiknum. En þeir eru með heimsklassa leikmenn og það er ekki hægt að hunsa það," sagði Parkinson eftir leikinn.

"Nokkrir leikmanna minna urðu þreyttir þegar þeir settu Crespo, Lampard og Cole inná í síðari hálfleiknum. Þessi leikur er sigur fyrir okkur og vonandi gefur þetta okkur aukinn kraft fyrir deildina. Leikurinn borgaði stóran hluta árslaunanna en það hefði ekki talið fyrir neitt ef við hefðum ekki lagt okkur alla í verkefnið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×