Viðskipti innlent

Auka umsvif vestanhafs

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Baugur hyggur á auknar fjárfestingar í Bandaríkjunum.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Baugur hyggur á auknar fjárfestingar í Bandaríkjunum. Vísir/MHH

Baugur hyggst auka umsvif sín á Bandaríkjamarkaði eftir því sem fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Wall Street Journal í gær. Baugur hefur, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar keypt hluti í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue.

Í greininni er tæpt á Baugsmálinu og haft eftir Jóni Ásgeiri að það sé fyrst og fremst af pólitískum toga og stafi af langvarandi erjum milli forsvarsmanna Baugs og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra. Blaðið hefur eftir Davíð Oddssyni að hann beri ekki kala til Baugsmanna, þótt honum þyki einstaka kaupsýslumenn, og þar á meðal Jón Ásgeir, hafa of mikil völd á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×