Viðskipti innlent

Milljarðatap í Straumi

Frá kaupum FL Group á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási hefur markaðsvirði Straums fallið um þrjátíu milljarða króna. FL Group borgaði fyrir þennan fjórðungshlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar á genginu 18,9 en um hádegisbil í gær kostaði hluturinn 16,1 krónu.

Gengisþróun Straums á þessum tímum er eflaust ekki sú sem kaupendur eða aðrir hluthafar bjuggust við að yrði. Hlutur FL Group hefur rýrnað að minnsta kosti um sjö milljarða.

Samkvæmt upplýsingum Markaðarins vildi Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) fá 19,1 í fimm prósenta hlut sinn í Straumi sem var auglýstur opinberlega til sölu. Ef LV selur bréfin í dag fær sjóðurinn 1,6 milljörðum minna fyrir sinn snúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×