Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður í hnífstungumáli felldur úr gildi

Hópslagsmál brustust út við skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla um síðustu helgi og var sautján ára piltur þá stunginn.
Hópslagsmál brustust út við skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla um síðustu helgi og var sautján ára piltur þá stunginn. MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pilti, sem stakk annan pilt með hnífi, í Kópavogi um síðustu helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni.

Hópslagsmál brustust út við skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla um síðustu helgi og var sautján ára piltur þá stunginn. Stungan náði þrjá sentímetra inn í kviðarhol piltsins og var hann í bráðri lífshættu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×