Viðskipti innlent

TM hlýtur samþykki til að eignast NEMI

Tryggingamiðstöðin hefur fengið samþykki frá Fjármálaeftirliti Noregs þar sem TM er heimilað að eiga milli 74,5 og 100 prósent af útistandandi hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI forsikring ASA. Tryggingamiðstöðin gerði öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð þann 12. apríl síðastliðinn.

Samþykki Samkeppnsieftirlitsins er háð því skilyrði að TM kaupi að minnsta kosti 74,5 prósenta hlutafjár í NEMI innan þriggja mánaða frá dagsetningu samþykkisins. Jafnframt eru sett skilyrði fyrir því að leita þurfi samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir ráðstöfun umtalsverðra eigna eða hluta starfsemi NEMI til þriðja aðila og að möguleg viðskipti milli NEMI og TM fari fram eins og um óskilda aðila sé að ræða.

Í tilkynningu TM til Kauphallar Íslands segir að þetta þýði að skilyrði í tilboðinu um jákvæða umfjöllun norskra fjármálayfirvalda hefur verið rutt úr vegi. Eina óuppfyllta skilyrði tilboðsins sé nú að NEMI standist áreiðanleikakönnun og áætlað sé að henni ljúki ekki síðar en 25. ágúst 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×