Viðskipti innlent

Neytendur á báðum áttum

Útsölur flíkur fólk með föt
Útsölur flíkur fólk með föt

Væntingavísitala Gallup hækkaði um 4,3 prósent milli maí og júní og stendur nú í 100,8 stigum. Vísitalan hefur lækkað um tuttugu og sjö stig frá áramótum.

Um 25,3 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en 24,8 prósent telja það slæmt. Í sama tíma í fyrra taldi helmingur neytenda ástandið gott en einungis þrettán prósent sögðust svartsýnir.

Fram kemur á vef greiningardeildar Glitnis að þessi niðurstaða komi ekki á óvart í ljósi aukinnar verðbólgu, veikingar krónunnar, lækkunar hlutabréfaverðs, hækkandi vaxta, mikils viðskiptahalla og neikvæðrar umræðu um efnahagslífið.

Um fjörutíu prósent neytenda telja að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði en einungis fimmtán prósent telja það verða betra.- jsk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×