Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn.
KR sem er í 3. sæti er fjórum stigum á eftir með 30 stig eftir sigur á Hetti í kvöld, 98-66. Höttur frá Egilsstöðum féll úr deildinni eftir tapið gegn KR.
Toppliðin tvö unnu nokkuð aðvelda sigra í kvöld. Njarðvík vann stórsigur á Fjölni, 118-94 og Keflavík vann stórsigur á Hamri/Selfossi, 72-114. Grindavík var efsta lið deildarinnar sem tapaði í kvöld þegar liðið lá óvænt fyrir Skallagrími uppi í Borgarnesi, 93-89. Þannig höfðu liðin sætaskipti og Borgnesingar því komnir í 4. sætið en Grindavík í fimmta sæti fyrir lokaumferðina.
Úrslit kvöldsins;
Skallagr-Grindavík 93-89
Haukar-Snæfell 71-72
Hamar/Selfoss-Keflavík 72-114
Þór-ÍR 93-81
KR-Höttur 98-66
Njarðvík-Fjölnir 118-94
Njarðvík og Keflavík eru efst fyrir lokaumferðina með 34 stig.
KR kemur næst með 30 stig í 3. sæti,
Skallagrímur með 28 stig í 4. sæti,
Grindavík er með 26 stig í 5. sæti ,
Snæfell einnig með 26 stig í 6. sæti,
ÍR með 20 stig í 7. sæti
og Fjölnir er í 8. sæti með 16 stig.
Lokaumferðin fer fram næsta fimmtudagskvöld og verður leikjadagskráin eftirfarandi;
Höttur - Haukar
Fjölnir - Skallagrímur
UMFG - KR
Keflavík - Njarðvík
ÍR - Hamar/Selfoss
Snæfell - Þór