Eyðir heilum mánuði í tælenskum bardagabúðum 3. október 2006 15:00 „Brútal“ bardaga Unnur segir stelpur ekki slá strákunum við í bardagaíþróttinni og vera kraftmeiri ef eitthvað sé MYND/Unnur Linda Konráðsdóttir Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum," útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. „Ég er þessi týpa sem hefur miður lítinn sjálfsaga hvað varðar líkamlegt erfiði," segir hún. „Ég sá þátt þar sem átti að koma Jack Osborne, syni Ozzie Osborne, í form. Það var víst erfitt að halda honum við efnið og þjálfararnir hans ákváðu að senda hann í muay thai búðir, sem eru mjög strangar. Ég hugsaði bara að þetta væri nú eitthvað fyrir mig," segir Unnur, sem segir það hafa komið sér á óvart hversu miklar misþyrmingar mannslíkaminn þolir. „Þrátt fyrir að vera marinn og blár eftir spörk og olnbogaskot og stöðugar æfingar hélt líkaminn á mér áfram að gera eins og honum var sagt," segir hún. „Að minnsta kosti þangað til að ég varð lasin," bætir hún við. Unnur segir muay thai vera tilvalið fyrir stelpur. „Ég hef farið á nokkra bardaga hérna úti og það er tvennt ólíkt að sjá stelpurnar og strákana berjast. Stelpurnar gefa allt sitt í hverja lotu á meðan strákarnir byrja hægt og trappa sig upp. Það var ein hérna með mér í búðunum sem tók þetta svo alvarlega að það vildi enginn strákur æfa með henni lengur, hún sá bara rautt," segir Unnur hlæjandi. „Í þessu skipta hraði og hittni meira máli en styrkur eða stærð." Unnur hefur þó ekki tekið þátt í bardögum sjálf. „Ég hef bara „sparrað" á æfingum," segir hún. „Það er eins konar gamnislagur til að undirbúa sig fyrir keppni. Þjálfarinn lét mig gera það strax tveimur dögum eftir að ég kom. Ég stóð uppi með glóðarauga eftir það, þetta er mjög gróft." Menning Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Unnur Linda Konráðsdóttir leggur stund á heldur ófhefðbundna íþrótt, en hún hefur dvalist í muay-thai æfingabúðum á Tælandi síðasta mánuðinn. „Muay thai er tælensk kickbox íþrótt. Það er leyfilegt að sparka, kýla og nota olnbogana og hnén í bardögum," útskýrir Unnur, sem hefur aldrei lagt stund á bardagaíþróttir áður og segist einfaldlega hafa viljað koma sér í gott líkamlegt form. „Ég er þessi týpa sem hefur miður lítinn sjálfsaga hvað varðar líkamlegt erfiði," segir hún. „Ég sá þátt þar sem átti að koma Jack Osborne, syni Ozzie Osborne, í form. Það var víst erfitt að halda honum við efnið og þjálfararnir hans ákváðu að senda hann í muay thai búðir, sem eru mjög strangar. Ég hugsaði bara að þetta væri nú eitthvað fyrir mig," segir Unnur, sem segir það hafa komið sér á óvart hversu miklar misþyrmingar mannslíkaminn þolir. „Þrátt fyrir að vera marinn og blár eftir spörk og olnbogaskot og stöðugar æfingar hélt líkaminn á mér áfram að gera eins og honum var sagt," segir hún. „Að minnsta kosti þangað til að ég varð lasin," bætir hún við. Unnur segir muay thai vera tilvalið fyrir stelpur. „Ég hef farið á nokkra bardaga hérna úti og það er tvennt ólíkt að sjá stelpurnar og strákana berjast. Stelpurnar gefa allt sitt í hverja lotu á meðan strákarnir byrja hægt og trappa sig upp. Það var ein hérna með mér í búðunum sem tók þetta svo alvarlega að það vildi enginn strákur æfa með henni lengur, hún sá bara rautt," segir Unnur hlæjandi. „Í þessu skipta hraði og hittni meira máli en styrkur eða stærð." Unnur hefur þó ekki tekið þátt í bardögum sjálf. „Ég hef bara „sparrað" á æfingum," segir hún. „Það er eins konar gamnislagur til að undirbúa sig fyrir keppni. Þjálfarinn lét mig gera það strax tveimur dögum eftir að ég kom. Ég stóð uppi með glóðarauga eftir það, þetta er mjög gróft."
Menning Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“