Innlent

Áreitt með sms

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaðursegir barnsföður konunnar áreita hana með skilaboðum um að hann sé farinn með barnið úr landi og komi ekki aftur.
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaðursegir barnsföður konunnar áreita hana með skilaboðum um að hann sé farinn með barnið úr landi og komi ekki aftur.

Lagabreytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum undanfarin ár hafa fyrst og fremst verið til þess fallnar að auka réttindi forsjárlausa foreldrisins. Þetta hefur verið gert á kostnað öryggis barna. Þetta segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður konu af erlendum uppruna sem ekki hefur fengið aðstoð barnaverndaryfirvalda á Álftanesi til að sækja barn sitt til forsjárlauss föður. Barninu hefur hann haldið í leyfisleysi frá því í ágúst og hefur það ekki hafið skólagöngu eins og lög gera ráð fyrir.

Þorbjörg segir föðurinn einnig hafa áreitt móðurina með símaskilaboðum um að hann sé farinn til útlanda með barnið og muni ekki snúa til baka. Þetta segir Þorbjörg ekki rétt en segir áreitið valda móðurinni miklum andlegum sárauka.

Móðirin flúði af heimilinu árið 2003 og kærði manninn fyrir ofbeldi. Maðurinn var þó sýknaður þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði kunnað að hafa reitt hann til reiði og kynni því að eiga sök á obeldinu. Í fyrstu áttu þau að hafa sameiginlegt forræði en Hæstiréttur hafi úrskurðað móðurina hæfari til að annast barnið árið 2005. Þorbjörg segir málið hafa verið mjög faglega unnið. Hún segir aðgerðaleysi kerfis­ins óskiljanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×