Innlent

Kostuðu nýju vatnsbólin í Grindavík

ríkisstjórnin 1989 Ákveðið var í ríkisstjórnartíð Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að láta Bandaríkjamenn kosta flutning vatnsbólanna gegn því að þeir losnuðu undan frekari ábyrgð.
ríkisstjórnin 1989 Ákveðið var í ríkisstjórnartíð Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að láta Bandaríkjamenn kosta flutning vatnsbólanna gegn því að þeir losnuðu undan frekari ábyrgð.

Bandaríkjamenn hafa veitt tólf milljónir dollara, eða um átta hundruð milljónir króna, í ýmis verkefni á Keflavíkurflugvelli og telja sig þar með hafa uppfyllt skyldur sínar. Þetta kemur fram í úttekt sem bandarísk stjórnvöld létu gera á stöðu umhverfismála á varnarsvæðunum í sumar.

Í úttektinni kemur fram að Bandaríkjamenn fjármögnuðu nýtt vatnsból fyrir rúmlega 600 milljónir króna árið 1989 þegar þremur gömlum vatnsbólum Keflvíkinga og Njarðvíkinga var lokað. Mengun hafði mælst í tveimur þeirra en hún var undir bandarískum og evrópskum stöðlum.

Mengunin var til komin vegna afísunarefna af flugvellinum í Njarðvík og frá æfingasvæði slökkviliðsins, að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Hann telur sérkennilegt að engar reglur banni mengun jarðvegs á Íslandi. Ákveðið var í ríkisstjórnartíð Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að færa vatnsbólið í hraunið við Grindavík. Bandaríkjamennirnir fjármögnuðu flutninginn gegn því að firra sig frekari ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×