Innlent

Sæunn og Jón ný í þinginu

Jón sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Jón sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. MYND/GVA

Sæunn Stefánsdóttir tók fast sæti á Alþingi við setningu þess í gær. Hún kemur í stað Halldórs Ásgrímssonar sem afsalaði sér þingmennsku fyrir skömmu. Sæunn hefur nokkrum sinnum sest á þing sem varamaður.

Sú breyting verður í vetur að 64 stjórnmálamenn sitja í þingsalnum þegar mest verður en ekki 63 eins og vanalega. Ástæðan er sú að Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, situr þingfundi þegar svo ber undir þótt hann sé ekki kjörinn þingmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×