Deilur um hersetuna hömluðu framþróun 3. október 2006 07:00 Ólafur ragnar grímsson Forseti Íslands sagði deilurnar um hersetuna hafa hamlað framþróun Íslands. MYND/GVA stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira
stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira