Innlent

Ný bankalán ollu ójafnvægi

Hlutur stóriðju réði ekki úrslitum um aukið ójafnvægi í hagkerfinu heldur leiddu nýjungar á fjármálamarkaði til aukins framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé, sem hafði þau áhrif að snarauka innlenda eftirspurn. Þessar aðstæður voru að miklu leyti ófyrirséðar. Það er mikil einföldun að skrifa ójafnvægi í þjóðarbúskapnum á mistök í hagstjórn. Þetta kom fram í máli Þorsteins Þorgeirssonar, skrifstofustjóra í Fjármálaráðuneytinu, í gær þegar hann kynnti nýja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins.

Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur mikill og atvinnuvegafjárfesting mjög fyrirferðamikil. Umsvif á fasteignamarkaði og vöxtur einkaneyslu jukust meira en ráð var fyrir gert, sem rekja mátti til nýjunga á fjármálamarkaði sem voru að mestu ófyrirséðar. Annars vegar var það samkeppni bankanna við Íbúðalánasjóð og hins vegar útgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum. Þótt þetta hafi verið jákvæðar breytingar fyrir þjóðarbúið til lengri tíma hafi þær aukið á ójafnvægið þrátt fyrir vaxandi aðhald í hagstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×