Innlent

Of mikið hugað að hagsmunum bankanna

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. MYND/NFS
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé. Háir verðtryggðir vextir, uppgreiðslugjöld og stimpilgjöld væru allt tekjur fyrir bankana. Mikilvægt sé því að fella verðtryggingu niður.

Guðjón varaði við frekari skattalækkunum í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en sagði mikilvægt, ef þær væru gerðar, að þær gögnuðust þeim sem hafa lægstar tekjur. Hann sagði stöðvun útboða á nýjum þjóðvegum hafa verið áfall, sérstaklega á Vestfjörðum. Þar hafi ákvarðanir verið teknar án þess að lagt væri mat á þörfina. Nú aðeins þremur mánuðum síðar hefur verið fallið frá þessu og merkilegt væri að vita hvernig hægt sé að slá á þennslu á aðeins nítíu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×