Innlent

Langdýrasta félagsmálastofnun landsins

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðustól á Alþingi í kvöld.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðustól á Alþingi í kvöld. MYND/NFS

Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Sigurjón sagði stefnuræðu forsætisráðherra eina þá daufustu sem hann hefði heyrt. Hún væri eins og útdráttur úr Morgunblaðinu þar sem staðreyndum hefði verið snúið á haus. Hann velti fyrir sér kostnaði við breytingar ráðherraskipan í ríkisstjórn, þar sem ráðherrar hefðu streymt út og inn, en sagði að hann hefði ekki getað fengið nein svör um kostnaðinn.

Sigurjón sagði einnig mikilvægt að fara yfir einkavæðingu bankanna og svara þyrfti þeirri spurningu afhverju lægsta tilboði í Landsbankanna hefði verið tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×