Fótbolti

Tapið var mér að kenna

Thomas Gravesen
Thomas Gravesen NordicPhotos/GettyImages

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur viðurkennt að eiga stóran þátt í tapi Glasgow Celtic gegn Manchester United í meistaradeildinni í gær, en segja má að tvö marka United á Old Trafford hafi komið í kjölfar lélegra sendinga frá Gravesen.

"Það er auðvelt að sjá af hverju við töpuðum - það var vegna mistaka minna. Ég get alveg rétt upp hönd og viðurkennt að ég kostaði okkur leikinn, en það stoðar lítið að velta sér upp úr því. Þetta voru engu að síður mikil vonbrigði fyrir mig og það sem ég gerði kostaði liðið.

Liðið spilaði vel og allir lögðu sig vel fram, en ég skemmdi það og það er ömurlegt. Ég sé glögglega að ég þarf að leggja mig meira fram, en enginn strákanna sagði neitt við mig í búningsherberginu eftir leikinn - enda þurftu þeir ekki að segja neitt," sagði Gravesen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×