Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Allra síst einkaaðilum

Einkaframtakið fær ekki að fara inn í Landsvirkjun sem nú er að öllu leyti í eigu ríksins. 

Í umræðum á Alþingi sagði formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ekkert lægi fyrir að Landsvirkjun yrði seld og „allra síst einkaaðilum", eins kemur frá í frásögn Morgunblaðsins. Reynslan hefur sýnt sig að miklir kraftar losnuðu úr læðingi við einkavæðingu bankakerfisins en valdhafar telja best að opinberir aðilar skammti orkuna. 

Víst er talið að fjölmargir einkaaðilar og lífeyrissjóðir hefðu áhuga á að fjárfesta í orkugeiranum ef tækifæri byðust og er skemmst að minnast orða Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, sem sagði á fundi hjá Glitni á dögunum að sér fyndist þetta spennandi vettvangur.

Lágt verð?

Út frá kaupverði ríkisins á fimmtíu prósenta eignarhlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er verðmæti félagsins um sextíu milljarðar króna.

Miðað við bókfært eigið fé LV um mitt þetta ár er ríkið að greiða 17 prósenta yfirverð á eigið fé sem þætti að öllum líkindum gjafvirði á hlutabréfamarkaðnum. Þá má telja líklegt eigið fé LV hafi hækkað á seinni hluta ársins vegna gengishagnaðar af erlendum skuldum. Þá skilaði orkurisinn sjö milljarða rekstarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) eða fjórtán milljörðum á ársgrundvelli og ríkið aðeins að borga fjórfalda „EBITDU".

Þó ber auðvitað að hafa í huga að LV er óskrað fyrirtæki og engin annar kaupandi til staðar en ríkið sem var eitt um hituna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×