Innlent

Karlar með 42 prósenta hærri laun en konur

 Heildarlaun karla sem eru félagar innan Starfsgreinasambandsins eru að meðaltali rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann í haust.

Meðalvinnutími hjá fólki í fullu starfi er ríflega 51 stund á viku og hefur vinnustundum fjölgað um eina á viku frá árinu 1998 en vinnutími hefur almennt styst um tvær stundir. Þetta kemur fram á heimasíðu Starfsgreinasambandsins.

Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi eru 245 þúsund krónur, eða 276 þúsund hjá körlum og 194 þúsund hjá konum. Karlar vinna að meðaltali 55,3 stundir á viku en konur um tíu stundum minna, eða 44,6 stundir.

Meðalyfirvinnustundir á landinu öllu eru ríflega ellefu stundir á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×