Innlent

Hlutverk RÚV þarf að vernda

Mörður Árnason
Mörður Árnason

"Ég er sammála Vilhjálmi um að í frumvarpinu eru ekki nægilega góðar skilgreiningar um hlutverk miðilsins, en ég tel að sterkt og sjálfstætt almannaútvarp eigi að vera til," segir Mörður Árnason sem situr í menntamálanefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna.

Mörður segir jafnframt að til að skapa frið á markaðnum þurfi Ríkisútvarpið að vera til í krafti sérstöðu sinnar. "Það sem gerir þetta erfitt hjá okkur er samkeppni um auglýsingar og kostun. Okkar hugmynd er að draga úr umsvifum RÚV á þeim markaði svo það sé ekki að haga dagskrá sinni samkvæmt sókn í auglýsingar og kostun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×