Innlent

Beðið fyrir vegfarendum

bænastund við óshólavita Sr. Skírnir Garðarsson fór með bæn á bænastundinni.
bænastund við óshólavita Sr. Skírnir Garðarsson fór með bæn á bænastundinni.

Fjöldi fólks kom saman við Óshólavita í Óshlíð á miðvikudag til að biðja fyrir vegfarendum og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur vegasamgangna. Tilefnið var sú hætta sem stafar af grjóthruni úr fjallinu en sr. Skírnir Garðarsson annaðist bænastundina.

Valrún Valgeirsdóttir, einn skipuleggjenda bænastundarinnar, sagði bænastundina lið í að halda fólki vakandi gagnvart hættum í Óshlíðinni og ýta á eftir fregnum af því hversu langt sé í vegaframkvæmdir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×