Hart sótt að sitjandi þingmönnum 3. nóvember 2006 06:15 Frambjóðendur í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Alls gefa nítján kost á sér og sautján sækjast eftir fjórum efstu sætunum. Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira