Innlent

Safna fé fyrir vatni handa íbúum þriggja Afríkuríkja

Frá Malaví.
Frá Malaví.

Fermingarbörn úr 66 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánudaginn til þess að safna fé fyrir vatni í þremur löndum í Afríku. Söfnunin er á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar en börnin hafa að undanförnu fengið fræðslu um aðstæður fátækra barna í Mósambík, Malaví og Úganda.

Þetta er í áttunda sinn sem slík söfnun er haldin og í fyrra söfnuðu fermingarbörn nærri sjö milljónum króna. Segir í tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar að ef sú upphæð sé umreiknuð í kostnað við einn brunn sem þjónað getur eitt þúsund manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Söfnunin hefst klukkan hálfsex á mánudag og stendur til klukkan níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×