Innlent

Lögreglan handtók bjórsölumenn á Lækjartorgi

Lögreglan að fjarlægja bjórinn sem var til sölu
Lögreglan að fjarlægja bjórinn sem var til sölu MYND/NFS

Liðsmenn Frjálshyggjufélagsins voru handteknir þegar þeir reyndu að selja bjór á Lækjartorgi, í dag.

Frjálshyggjumenn vildu mótmæla einkasölu ríkisins á áfengi. Þeir vilja að hver sem er geti flutt inn og selt áfengi og selt í almennar verslanir, ef svo ber undir.

Sölvi Tryggvason, fréttamaður NFS, keypti fyrsta bjórinn af Frjálshyggjumönnum og var sá bjór gerður upptækur. Jafnframt var Sölva var tilkynnt að hann yrði kallaður sem vitni í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×