Erlent

Mesta raunlækkun í átta ár

Atvinnuleysi í Noregi mældist 2,8 prósent í júlí og hækkaði örlítið milli mánaða, úr 2,6 prósentum júnímánaðar. Töluverð lækkun hefur þó orðið síðan í fyrra, en þá mældist 3,7 prósenta atvinnuleysi í júlí.

Hækkunin síðan í júní er skýrð með sumarleyfum námsfólks sem streymir í auknum mæli út á vinnumarkaðinn. Í því samhengi hefur raunlækkun atvinnuleysis ekki verið meiri síðan 1998.

Á hinum Norðurlöndunum er ástandið einnig þokkalegt. Íslendingar eru lægstir með 1,3 prósent, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar, eða 2,4 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands. Næstir koma Færeyingar og Norðmenn með 2,8 prósenta atvinnuleysi. Hæstir eru Finnar með 8,1 prósents atvinnuleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×