Innlent

Fjölmenni í kröfugöngu

Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fóru fyrir göngumönnum sem gengu fylktu liði niður Laugaveginn undir mikilli fánaborg.

Yfirskrift fundarhaldanna í dag er Ísland allra og á það að tákna að landið sé allra sem það byggja og að allir hafi sama rétt. Það táknar einnig kröfu um að allir á vinnumarkaði njóti sömu réttinda, Íslendingar og útlendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×