Verður Scolari ráðinn í næstu viku? 27. apríl 2006 04:27 Ef nýjustu fréttirnar af landsliðsþjálfaramálum á Englandi reynast réttar, er ljóst að mikið fjaðrafok verður í fjölmiðlum þar á næstunni þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að ráða heimamann til að leysa Eriksson af hólmi NordicPhotos/GettyImages Fréttavefur BBC greindi frá því seint í gærkvöldi að útsendarar enska knattspyrnusambandsins væru staddir í Portúgal þar sem verið væri að ganga frá lausum endum svo hægt sé að ráða brasilíska þjálfarann Luiz Felipe Scolari í starf landsliðsþjálfara þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Scolari er núverandi þjálfari portúgalska landsliðsins og gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum árið 2002 og er samningslaus eftir mótið í sumar. Hann var afskrifaður sem eftirmaður Eriksson í gær þegar fram kom að hann hefði gert samkomulag við portúgalska knattspyrnusambandið að fara ekki í nein atvinnuviðtöl fyrr en hann lyki störfum eftir HM, en BBC heldur því fram að erindi ensku útsendaranna í Portúgal sé einmitt að fá því samkomulagi hnekkt svo hægt sé að ganga frá ráðningu hans til Englands sem fyrst. Það er David Dein, stjórnarformaður Arsenal, sem fer fyrir enska knattspyrnusambandinu í erindum þess í Portúgal. Talið er víst að reynt verði að ganga frá málinu fyrir næsta fund enska sambandsins sem er í næstu viku. Þessar fréttir koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum fyrir þá fjölmörgu Englendinga sem hafa krafist þess að heimamaður verði ráðinn í starfið, en engum blöðum er þó að fletta um það að Scolari er mjög hæfur þjálfari og hefur hann einmitt verið maðurinn sem hefur stýrt liðunum sem hafa slegið Englendinga úr keppni á síðustu tveimur stórmótum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Fréttavefur BBC greindi frá því seint í gærkvöldi að útsendarar enska knattspyrnusambandsins væru staddir í Portúgal þar sem verið væri að ganga frá lausum endum svo hægt sé að ráða brasilíska þjálfarann Luiz Felipe Scolari í starf landsliðsþjálfara þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Scolari er núverandi þjálfari portúgalska landsliðsins og gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum árið 2002 og er samningslaus eftir mótið í sumar. Hann var afskrifaður sem eftirmaður Eriksson í gær þegar fram kom að hann hefði gert samkomulag við portúgalska knattspyrnusambandið að fara ekki í nein atvinnuviðtöl fyrr en hann lyki störfum eftir HM, en BBC heldur því fram að erindi ensku útsendaranna í Portúgal sé einmitt að fá því samkomulagi hnekkt svo hægt sé að ganga frá ráðningu hans til Englands sem fyrst. Það er David Dein, stjórnarformaður Arsenal, sem fer fyrir enska knattspyrnusambandinu í erindum þess í Portúgal. Talið er víst að reynt verði að ganga frá málinu fyrir næsta fund enska sambandsins sem er í næstu viku. Þessar fréttir koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum fyrir þá fjölmörgu Englendinga sem hafa krafist þess að heimamaður verði ráðinn í starfið, en engum blöðum er þó að fletta um það að Scolari er mjög hæfur þjálfari og hefur hann einmitt verið maðurinn sem hefur stýrt liðunum sem hafa slegið Englendinga úr keppni á síðustu tveimur stórmótum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira