Sport

Forsetinn sagði af sér

Hinn yfirlýsingaglaði Fernando Martin  reið ekki feitum hesti í forsetastólnum hjá Real Madrid í stuttri stjórnartíð sinni
Hinn yfirlýsingaglaði Fernando Martin reið ekki feitum hesti í forsetastólnum hjá Real Madrid í stuttri stjórnartíð sinni NordicPhotos/GettyImages

Fernando Martin sagði af sér sem forseti Real Madrid eftir stjórnarfund í gærkvöldi eftir að í ljós kom að hann naut ekki stuðnings stjórnarinnar. Martin tók við í lok febrúar þegar Florentino Perez sagði af sér og hefur aflað sér takmarkaðra vinsælda með störf sín síðan. Það verður hinn 83 ára gamli Luis Gomez-Montejano sem tekur við stöðunni í stað Martin fram í júní þegar kosið verður aftur.

Martin sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann tók við og sagðist ætla að taka til í herbúðum liðsins og byggja upp alvöru knattspyrnulið í stað þess að safna að sér stórstjörnum eins og forveri hans. Þá sagðist Martin ætla að leysa þjálfaramálin hjá félaginu í skyndi og sagðist fyrir nokkru vera kominn með rétta manninn í starfið. Verklegi þátturinn hefur þó eitthvað gleymst hjá Martin, því eftir að hafa vakið mikla gremju stjórnarmanna með að draga það að kalla til sjórnarfundar alla stjórnartíð sína - var hann kosinn úr starfi með það sama þegar loksins var haldinn fundur í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×