Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Danmörku í sögulegu lágmarki

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn Mynd/Pjetur Sigurðsson

Atvinnuleysi í Danmörku mældist 4,8 prósent í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar hefur atvinnuleysi aldrei verið minna í landinu í 30 ár. Þetta merkir að 133.500 hafi verið án atvinnu.

Í febrúar voru 137.800 án atvinnu í Danmörku og var það sögulegt lágmark.

Atvinnuleysi var mest í landinu í desember árið 2003 en þá voru 186.000 manns án atvinnu. Að sögn hagstofunnar hefur danski vinnumarkaðurinn jafnað sig hægt og bítandi á síðastliðnum þremur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×