Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu 27. apríl 2006 18:45 Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla umlífeyrisréttindin. Frumvarp um svokallað kjararáð hefur verið lagt fram á þingi. Kjararáði er ætlað að taka við hlutverki Kjaradóms og kjaranefndar sem hingað til hafa meðal annars ákvarðað starfskjör þingmanna, ráðherra, forseta og dómara ásamt ýmsum embættismönnum sem gegna störfum sem ekki fylgir samnings- eða verkfallsréttur vegna eðlis starfanna. Alþýðusamband Íslands sent frá sér umsögn um frumvarpið. Þar segir að ýmislegt sé fært til betri vegar varðandi ákvarðanir um launakjör æðstu embættismanna en það dugi þó ekki til. ASÍ segir ótækt að Alþingi haldi áfram ákveða tiltekin hluta starfskjara sinna, eins og lífeyrisréttindi. Ef borið er saman hversu mikil lífeyrisréttindi opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði ávinna sér annars vegar og þingmenn og ráðherrar hins vegar kemur í ljós töluverður munur.Þingmaður sem starfar á Alþingi í átta ár ávinnur sér lífeyrisréttindi sem nema 24 prósentum af launum hans. Ráðherra ávinnur sér helmingi meiri lífeyrisréttindi, eða 48 prósent af launum. Með öðrum orðum tekur það ráðherra átta ár að ávinna sér nær helming af launum sínum í lífeyrisgreiðslur. Óbreyttur starfsmaður hins opinbera ávinnur sér hins vegar lífeyrisréttindi sem nema um 15 prósentum af meðaltekjum á sama tímabili. Starfsmaður á almennum markaði rekur hins vegar lestina og ávinnur sér 11,6 prósenta lífeyrisréttindi á átta árum.Samtök atvinnulífsins hafa einnig bent á þettta ósamræmi í lífeyriskjörum. Þau taka dæmi af þingmanni sem situr í 23 ár á þingi og nær þannig hámarkslífeyrisrétti. Með því hefur hann unnið sér inn lífeyrisrétt sem jafngildir um 40 milljóna króna starfslokasamningi umfram venjulegan launþega sem greiðir sitt 11 prósenta iðgjald til lífeyrssjóðs verslunarmanna. 471 þúsunds króna þingfararkaup með umframlífeyrisrétti ajfngildir því 600 þúsund króna launum og sama lífeyrisrétti og á almennum markaði.Sams konar dæmi af ráðherra, sem situr í þrjú kjörtímabil og nær þannig hámarkslífeyrisrétti, sýnir að ráðherra tryggir sér lífeyrisrétt umfram það sem fengist við venjulegt 11 prósenta iðgjald sem jafngildir um 90 milljóna króna starfslokagreiðslu. 846 þúsund króna laun með umframlífeyrisréttindum jafngildir því nærri einn og hálfri milljón með sama lífeyrisrétti og á almennum vinnumarkaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Sjá meira
Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla umlífeyrisréttindin. Frumvarp um svokallað kjararáð hefur verið lagt fram á þingi. Kjararáði er ætlað að taka við hlutverki Kjaradóms og kjaranefndar sem hingað til hafa meðal annars ákvarðað starfskjör þingmanna, ráðherra, forseta og dómara ásamt ýmsum embættismönnum sem gegna störfum sem ekki fylgir samnings- eða verkfallsréttur vegna eðlis starfanna. Alþýðusamband Íslands sent frá sér umsögn um frumvarpið. Þar segir að ýmislegt sé fært til betri vegar varðandi ákvarðanir um launakjör æðstu embættismanna en það dugi þó ekki til. ASÍ segir ótækt að Alþingi haldi áfram ákveða tiltekin hluta starfskjara sinna, eins og lífeyrisréttindi. Ef borið er saman hversu mikil lífeyrisréttindi opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði ávinna sér annars vegar og þingmenn og ráðherrar hins vegar kemur í ljós töluverður munur.Þingmaður sem starfar á Alþingi í átta ár ávinnur sér lífeyrisréttindi sem nema 24 prósentum af launum hans. Ráðherra ávinnur sér helmingi meiri lífeyrisréttindi, eða 48 prósent af launum. Með öðrum orðum tekur það ráðherra átta ár að ávinna sér nær helming af launum sínum í lífeyrisgreiðslur. Óbreyttur starfsmaður hins opinbera ávinnur sér hins vegar lífeyrisréttindi sem nema um 15 prósentum af meðaltekjum á sama tímabili. Starfsmaður á almennum markaði rekur hins vegar lestina og ávinnur sér 11,6 prósenta lífeyrisréttindi á átta árum.Samtök atvinnulífsins hafa einnig bent á þettta ósamræmi í lífeyriskjörum. Þau taka dæmi af þingmanni sem situr í 23 ár á þingi og nær þannig hámarkslífeyrisrétti. Með því hefur hann unnið sér inn lífeyrisrétt sem jafngildir um 40 milljóna króna starfslokasamningi umfram venjulegan launþega sem greiðir sitt 11 prósenta iðgjald til lífeyrssjóðs verslunarmanna. 471 þúsunds króna þingfararkaup með umframlífeyrisrétti ajfngildir því 600 þúsund króna launum og sama lífeyrisrétti og á almennum markaði.Sams konar dæmi af ráðherra, sem situr í þrjú kjörtímabil og nær þannig hámarkslífeyrisrétti, sýnir að ráðherra tryggir sér lífeyrisrétt umfram það sem fengist við venjulegt 11 prósenta iðgjald sem jafngildir um 90 milljóna króna starfslokagreiðslu. 846 þúsund króna laun með umframlífeyrisréttindum jafngildir því nærri einn og hálfri milljón með sama lífeyrisrétti og á almennum vinnumarkaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Sjá meira