Innlent

Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela

Þriggja ára stúlka borin til grafar á Gaza-svæðinu í gær Mörg þúsund Gaza-búar fylgdu til grafar þeim átján sem létust í árásinni. Þessar konur grétu sáran þegar líkin fóru hjá og kröfðust hefnda.
Þriggja ára stúlka borin til grafar á Gaza-svæðinu í gær Mörg þúsund Gaza-búar fylgdu til grafar þeim átján sem létust í árásinni. Þessar konur grétu sáran þegar líkin fóru hjá og kröfðust hefnda.

Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki.

Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. "Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann," segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman.

Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palestínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudaginn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskaðann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×