Innlent

Byggingin er ætluð öldruðum

Frá Eir. Starfssemi menningarmiðstöðvar mun nýtast öldruðum segir framkvæmdastjóri Eirar.
Frá Eir. Starfssemi menningarmiðstöðvar mun nýtast öldruðum segir framkvæmdastjóri Eirar. MYND/heiða

Sigurður Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, telur ekkert óeðlilegt við að Eir standi að byggingu og rekstri menningarmiðstöðvar fyrir Reykjavíkurborg í Spönginni í Grafarvogi og sjái um útboð vegna hennar. Menningarmiðstöðinni er ætlað að hýsa starfsemi sem ekki tengist þjónustu við aldraða beint. Í skipulagsskrá fyrir Eir segir að markmið og hlutverk stofnunarinnar sé að reisa og reka hjúkrunarheimili er veiti öldruðum umönnun og hjúkrun. Sigurður Helgi segir einnig að starfsemin sem verður í menningarmiðstöðinni sé að mestu leyti nátengd öðru starfi aldraðra sem staðsett verður í Spönginni.

Í október var gengið frá viljayfirlýsingu um byggingu menningarmiðstöðvarinnar. Engin samþykkt borgarráðs var fyrir þeirri ráðstöfun. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að mistök hafi verið gerð í orðalagi viljayfirlýsingarinnar en hún sé ekki bindandi á neinn hátt. Hún fjalli aðeins um það sem á að ræða og mikil vinna sé enn eftir. Viljayfirlýsingin verður látin standa og Eir mun sjá um útboðið ef samningar nást.

Samfylkingin lagði fram fyrirspurn til borgarstjóra vegna málsins á fundi ráðsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×