Innlent

Viðbygging vígð við Hlíð á Akureyri

Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, á Akureyri, var vígð í gær. Byggingin er um fjögur þúsund fermetrar að stærð og markar tímamót í öldrunarþjónustu á Akureyri. Auk nýrra hjúkrunarrýma styrkir nýbyggingin starfsemina í heild, og starfsemi í Skjaldarvík og í elstu álmu Hlíðar leggst af.

Í byggingunni er hjúkrunarheimili með 60 einstaklingsherbergjum, eldhús, matsalur og búningsaðstaða fyrir starfsfólk. Byggingin er þrjár hæðir og tæknirými í risi, samtals 3.964 m². Tengigangur liggur frá byggingunni yfir í eldri byggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×