Erlent

Fyrrum yfirmaður verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti varar við árás geimvera

Spurning hvort að fljúgandi furðuhlutir líti svona út?
Spurning hvort að fljúgandi furðuhlutir líti svona út?

Rétt eftir að yfirmaður bresku leyniþjónustunnar varaði við hryðjuverkaógninni kom önnur viðvörun, en í þetta sinn frá fyrrverandi yfirmanni verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti. Hann varaði við árásum geimvera, sagði að þær gætu átt sér stað hvenær sem er og einna helst á Bretlandi.

Venjulega myndi fólk afskrifa slíkar viðvaranir en þegar fyrrum yfirmaður verkefnis breska hersins um fljúgandi furðuhluti segir frá, er hætt við því að fólk hlusti betur en venjulega.

Nick Pope heitir maðurinn og sagði hann að hann hefði haft sínar efasemdir eins og allir aðrir en eftir því sem hann var lengur í starfi og sá fleiri hluti sem var erfitt að útskýra sannfærðist hann um að ekki væri allt með felldu. Sagði hann ennfremur að ekki hefði fundist neitt sem gæfi til kynna illan ásetning geimveranna en hann útilokaði það ekki heldur.

Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins sagði að þeir rannsökuðu allar óleyfilegar ferðir um lofthelgi Bretlands en ef farartækið væri ekki óvinveitt væri ekki grennslast frekar fyrir um gerð þess.

Breska dagblaðið Daily Mail skýrir frá þessu á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×