Innlent

Fimmti hver er erlendur

Erlendir starfsmenn eru yfir tuttugu prósent í Eflingu og flestir þeirra eru Pólverjar. Erlendir starfsmenn eru fjögur þúsund talsins, þar af eru Pólverjarnir yfir 1.200 manns. Karlar eru í meirihluta, eða fimmtíu og fimm prósent.

Erlendu starfsmennirnir í Eflingu eru flestir á aldrinum 20-39 ára, eða um sjötíu prósent. Þetta kemur fram á vef Eflingar og segir þar að með auknu erlendu vinnuafli hafi samhliða orðið töluverð aukning erlendra barna í leik- og grunnskólum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×