Innlent

Aðstandendur aldraðra afar ósáttir

Anna Birna Jensdóttir forstöðukona Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er ósátt við að fá ekki samþykkta viðbyggingu við heimilið.
Anna Birna Jensdóttir forstöðukona Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er ósátt við að fá ekki samþykkta viðbyggingu við heimilið. MYND/Heiða Helgadóttir

Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimersjúklinga sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árið 2008/2009. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst.

Á fundi í gær mótmæltu aðstandendur aldraðra ákvörðun heilbrigðisráðherra að veita ekki fjármagn strax til framkvæmdanna, en tilkynnt var síðustu helgi um fjölgun á hjúkrunarrýmum um rúmlega 170. Stefn er að nýbyggingum fyrir aldraða í Mörkinni og á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímann eðlilegan vegna hönnunar og undirbúnings.

Á fundi í gær mótmæltu aðstandendur aldraðra ákvörðun heilbrigðisráðherra að veita ekki fjármagn strax til framkvæmdanna, en tilkynnt var síðustu helgi um fjölgun á hjúkrunarrýmum um rúmlega 170. Stefn er að nýbyggingum fyrir aldraða í Mörkinni og á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímann eðlilegan vegna hönnunar og undirbúnings.

Anna Birna Jensdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Sóltúni er ósátt við að umsókn um viðbyggingu við heimilið með aðstöðu fyrir hundrað manns skuli ekki vera samþykkt, en þar er aðstaða og starfsfólk þegar fyrir hendi. Hún segir það sjálfsögð mannréttindi að fá óviðunandi að tæplega helmingur hjúkrunarrýma fyrir aldraða á landinu skuli vera í fjölbýli, en það telja 1000 af þeim 2500 rýmum á landinu öllu.

Aðstandendur segja tölur á biðlistum ekki endurspegla raunverulega þörf. Að þeirra mati eru um eitt þúsund manns í bráðri þörf eftir hjúkrunarrýmum. Þeir eru afar ósáttir við málefni aldraðra almennt.

María Jónsdóttir formaður félags aðstandenda alzheimersjúklinga segir aðbúnað og aðstæður alzheimersjúklinga í miklum ólestri og þar þurfi að bæta verulega úr nú strax, en ekki eftir fjögur ár.

Efnt verður til almenns baráttufundar um bættan hag aldraðra í Háskólabíói laugardaginn 25. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×