Innlent

Akureyrarlöggan messar yfir börnum

Umferðarfræðsla fyrir yngstu nemendur í grunnskólum á Akureyri er hafin fyrir nokkru.  Steini Pje hefur heimsótt alla 1. bekki og rætt við nemendur um umferðarreglur, leið nemandans til og frá skóla og hvar öruggt sé fyrir börn að leika sér. 

Þá hefur hann afhent þeim bæklinginn, “Á leið í skólann”, sem ætlaður er foreldrunum.  Einnig  hafa þau fengið bók eftir Iðunni Ágústsdóttur, “Ég arka í skólann”  og með honum geisladisk með sögum og leikritum.  Hafi foreldrar ekki fengið þessa sendingu geta þau nálgast hana á lögreglustöðinni.

Lögreglan leggur ríka áherslu á að börn læri réttar og nytsamar umferðarreglur og bestu kennarar þar eru foreldrar sem fara með börnunum í umferðina.

Vátryggingafélag Íslands á Akureyri og lögreglan hafa náð samkomulagi um að síðar í október mun verða endurskinsmerkjadagur í öllum grunnskólum bæjarins.  Þar verða öllum nemendum og kennurum afhent endurskinsmerki.  Allir verða að sjást.  VÍS greiðir endurskinsmerkin. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×