Innlent

Tímasetning orkar tvímælis

Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu.

Fjölmargir hafa fagnað tillögum ríkisstjórnarinnar um að færa öll matvæli niður í 7% virðisaukaskatt, fella niður vörugjöld og lækka tolla. Stórkostlegt skref fyrir íslenska ferðaþjónustu segja Samtök ferðaþjónustunnar. Góðar fréttir fyrir íslenska neytendur segja Neytendasamtökin. Hagar - sem rekur meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11 - fagna og lofa því að taka fullan þátt í aðgerðunum svo þær skili sér að fullu til viðskiptavina. Samtök verslunar og þjónustu fagna sömuleiðis.

Stóra stundin rennur upp 1. mars 2007 og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum í gær að sú tímasetning væri óskastundin, þá verði efnahagsþróun komin í jafnvægi. Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ segir auðvitað ávinning af því að lækka virðisaukaskattinn en segir tímasetninguna orka tvímælis og er ekki bjartsýnn á að dregið hafi þá nægilega úr þenslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×