Innlent

82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins

Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag.

Enn ein fyrirtakan í Baugsmálinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.  Ákæruvaldið lagði fram langan vitnalista en á honum voru 82 nöfn. Ákæruvaldið segist tilbúið í aðalmeðferð málsins í nóvember. Verjendur, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, vilja hins vegar ekki hefja aðalmeðferð fyrr en í janúar þegar dómur Hæstaréttar, í liðunum átta, í fyrra Baugsmálinu liggur fyrir.

Það mátti ráða af viðbrögðum verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva að það kom þeim á óvart hversu mörg nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins.

Bæta þurfti við vinum frá fyrra málinu, aðallega lögreglumenn frá Íslandi, Færeyjum og Lúxemburg. Næsta þinghald verður eftir tíu daga þar sem fjallað verður um vitnalistann. Í dag tilkynntu verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva að þeir hefðu sent mannréttindadómstólnum í Evrópu bréf og boðað kæru á hendur íslenska lýðveldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×