Nú virðist sem kaup Manchester City á gríska framherjanum Georgios Samaras frá hollenska liðinu Heerenveen séu í hættu, því stjórnarformaður hollenska liðsins er ekki sagður hafa neinn áhuga á að selja leikmanninn og vill halda honum hjá félaginu út leiktíðina eða jafnvel lengur.
"Það er mín von að allir geti komist að niðurstöðu um að það sé best fyrir Samaras að vera áfram hjá okkur út leiktíðina, eða jafnvel út þá næstu líka," var haft eftir Riemer van der Velde hjá Heerenveen.