Krónan helsta útflutningsvaran 25. janúar 2006 21:39 Kristján L. Möller í ræðustól á Alþingi. MYND/GVA Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Sérfræðingar á markaði gera allir ráð fyrir að bankastjórn Seðlabankans hækki stýrivexti sína á morgun. Þá er fyrsti formlegi vaxtaákvörðunardagur bankans eftir að fyrirkomulagi vaxtaákvarðana var breytt í síðasta mánuði. Greiningardeildirnar spá allar vaxtahækkun. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka spá tuttugu og fimm punkta hækkun en greiningardeild KB banka spáir tuttugu og fimm til fimmtíu punkta hækkun. Vextir Seðlabankans eru tíu og hálft prósent en gætu samkvæmt spánum hækkað í allt að ellefu prósent. Hátt gengi krónunnar hefur valdið útflutningsgreinum vandræðum og vaxtamunur hefur leitt til mikilla kaupa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsir miklum áhyggjum af vaxtahækkun á morgun vegna styrkingar krónunnar. Hann segist óttast áhrifin á útflutningsatvinnugreinar og einkum sjávarútveginn, helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar. Hann segir merkilegt að á síðasta ári hafi verið selt svo mikið af skuldabréfum til útlanda að í raun sé krónan orðin helsta útflutningsvara Íslendinga. Kristján segir nauðsynlegt að gengi krónunnar lækki en óttast að frekari vaxtahækkun hafi þveröfug áhrif. Þannig geti skuldabréfakaup útlendinga aukist og gengið hækkað enn frekar. Þannig sé grafið undan sjávarútvegi og þar með landsbyggðinni enda sé sjávarútvegur helsta atvinnugrein landsbyggðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Sérfræðingar á markaði gera allir ráð fyrir að bankastjórn Seðlabankans hækki stýrivexti sína á morgun. Þá er fyrsti formlegi vaxtaákvörðunardagur bankans eftir að fyrirkomulagi vaxtaákvarðana var breytt í síðasta mánuði. Greiningardeildirnar spá allar vaxtahækkun. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka spá tuttugu og fimm punkta hækkun en greiningardeild KB banka spáir tuttugu og fimm til fimmtíu punkta hækkun. Vextir Seðlabankans eru tíu og hálft prósent en gætu samkvæmt spánum hækkað í allt að ellefu prósent. Hátt gengi krónunnar hefur valdið útflutningsgreinum vandræðum og vaxtamunur hefur leitt til mikilla kaupa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsir miklum áhyggjum af vaxtahækkun á morgun vegna styrkingar krónunnar. Hann segist óttast áhrifin á útflutningsatvinnugreinar og einkum sjávarútveginn, helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar. Hann segir merkilegt að á síðasta ári hafi verið selt svo mikið af skuldabréfum til útlanda að í raun sé krónan orðin helsta útflutningsvara Íslendinga. Kristján segir nauðsynlegt að gengi krónunnar lækki en óttast að frekari vaxtahækkun hafi þveröfug áhrif. Þannig geti skuldabréfakaup útlendinga aukist og gengið hækkað enn frekar. Þannig sé grafið undan sjávarútvegi og þar með landsbyggðinni enda sé sjávarútvegur helsta atvinnugrein landsbyggðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira