Innlent

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar

MYND/Stefán

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent.

Það var voru bréf í FL Group sem lækkuðu mest í dag eða um 3,9%, Atorka lækkaði um 3,62%, Íslandsbanki um 3,35%, Bakkavör um 3,21% og Landsbankinn um 3,17%. Atlantic Petrolium var eina félagið sem hækkaði í Kauphöllinni í dag en gengi bréfa í félaginu hækkaði úr 585 í 833, sem er 41% hækkun. Í Vegvísi Landsbankans segir að engar sérstakar fréttir hafa borist af félaginu á síðustu dögum og því er ekki ljóst hvað búi að baki hækkuninni í dag.

Líklegt má telja að einhverjir hafi verið að innleysa hagnað í dag eftir miklar hækkanir á hlutabréfum undanfarið og það hafi orðið til þessa lækkana í dag. Þegur lækkun Úrvalsvísitölunnar í dag er sett í samhengi við hækkanir frá áramótum sést að hún er ekki mikil þar sem bréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkaðu um rúmt prósentu stig á hverjum degi sem markaðir hafa verið opnir frá áramótum. Nú liggja einnig fyrir afkomuspár allra greiningadeilda bankanna og hafa þar komið fram mismunandi væntingar sem geta haft sitt að segja um lækkunina í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×