Innlent

Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins.
Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins. MYND/Stefán Karlsson

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda.

Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með 11% fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn sjö menn á þing yrði kosið nú.

Fylgi Frjálslyndra er á kostnað Framsóknarflokks, sem mælist með innan við 7% fylgi, og Vinstri grænna, sem mælast með rúm 13%. Þetta er talsverð lækkun hjá báðum frá síðustu könnun í Ágúst.

Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins telur að um skyndifylgi sé að ræða. Niðurstaðan sé þó alvarleg fyrir flokkinn þegar aðeins annar stjórnarflokkanna njóti þeirra verka sem unnin hafa verið í þeirra tíð segir Guðni, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi í könnuninni og er með 38,5%.

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri - grænna segir um dægursveiflu að ræða. Hann segir flokkinn ætla sér meira í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×