Formúla 1

Räikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen hjá McLaren vann í dag ráspól í tímatökum Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi.

Þetta er fyrsti ráspóllinn hans á tímabilinu en hann varð aðeins 2 hundraðshlutum úr sekúndu á undan heimamanninum Michael Schumacher á Ferrari. Helsti keppinautur hans um titilinn, Spánverjinn Fernando Alonso á Renault sem hefur heimsmeistaratitil að verja varð aðeins sjöundi í dag c.a. hálfri sekúndu á eftir Räikkönen. Räikkönen fór hringinn á einni mínútu og 14,07 sekúndum en Brasilíumaðurinn Felipe Massa á Ferrari varð þriðji.

Stöðva þurfti fyrstu lotu tímatökunnar í dag þegar Scott Speed á Toro Rosso keyrði á vegg og brak úr bílnum hans dreifðist yfir brautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×